Skuldfærsla miða mistókst

Ekki tókst að skuldfæra fyrir miðanum þínum með þeirri greiðsluleið sem við höfum skráða í kerfunum okkar. Algengustu ástæður þess eru:

  • Viðskiptavinur hefur fengið nýtt kredit eða debetkort þar sem það gamla var útrunnið.
  • Ekki var næg innistæða inni á korti/reikningi fyrir skuldfærslunni.

Hvað get ég gert?

Einfaldasta og fljótlegasta leiðin til þess að uppfæra kortanúmer er að skrá sig inn á „Mínar síður“. Þær eru staðsettar efst í hægra horninu á forsíðu www.hhi.is við hliðina á grænu innkaupakörfunni.

image1

Allir miðaeigendur eru sjálfkrafa með mínar síður og ekki þarf að búa þær til sértaklega. Þú einfaldlega skráir þig inn með rafrænum skilríkum.

image2

Þegar þú ert kominn inn á mínar síður þá er valmöguleiki undir „Skuldfærsluleið“ sem heitir „Breyta um greiðslukort“. Með því að velja hann er hægt að setja inn réttar kortaupplýsingar (Sjá merkt með rauðri pílu á mynd hér að neðan).

Um leið og búið er að uppfæra kortaupplýsingar þarftu að staðfesta kortanúmer með rafrænum skilríkum.

Það fer eftir bönkum hvort að rafræna auðkenningin birtist beint á skjá símans (Landsbankinn og Íslandsbanki) eða hvort að staðfesta þurfi greiðsluna í gegnum App (Arion Banki og Indó).

Þegar búið er að setja inn kortaupplýsingarnar er ýtt á rauða hnappinn „reyna aftur“ og þá ætti miðinn að vera orðinn gildur.

image3

Undir „Mínir miðar“ kemur einnig fram hvort að búið sé að endurnýja miðann fyrir viðkomandi mánuð. Í græna kassanum (á myndinn hér að ofan) sést hvernig miði er merktur ef hann er gildur í næsta útdrætti en ef ekkert stendur undir -MIÐI- eins og rauði kassinn sýnir þá er miðinn ekki gildur. Þegar búið er að ýta á „reyna aftur“ ætti að birtast texti fyrir ofan miðanúmerið þar sem fram kemur að miðinn sé endurnýjaður.

Ef þú varst með miðann í beingreiðslu hjá bankanum þá er ekki hægt að tryggja það að miði verði endurnýjaður ef nýjar beingreiðsluupplýsingar eru settar inn. Þá getur þú annað hvort sett inn debet- eða kreditkortaupplýsingar eins og lýst er hér að ofan eða þá valið hnappinn „Greiða með vefposa“ og þá getur þú sett inn kortaupplýsingar fyrir endurnýjun í eitt skipti til að tryggja næsta útdrátt.

Undir „Mínir vinningar“ getur þú einnig séð vinningasögu þína hjá Happdrætti Háskólans (sjá gulmerkt á mynd hér að ofan).

Ef þú ert enn þá í vandræðum þá er þér að sjálfsögðu velkomið að hringja í okkur í síma 563 8300 og við aðstoðum þig með það sem þarf.

×
Smelltu hér til að opna TeamViewer
Smelltu hér til að opna TeamViewer