Markmið
leiksins

Í spilavélum er markmiðið að fá eins mörg tákn af sömu tegund og hægt er, eða ákveðnar samstæður tákna á eina eða fleiri vinningslínur.

BAR

AÐ SPILA MEÐ SPILAEININGUM

Það þarf spilaeiningar til að spila í spilavélum. Þú færð spilaeiningar þegar þú setur íslenska seðla eða vinningsmiða í seðlamóttakarana á vélunum. Þú getur spilað fyrir aðeins 1 krónu til að taka þátt. Hámark sem hægt er að spila fyrir er 300 krónur í hverjum leik en sumir leikir eru með lægra hámark.

VINNINGSLÍNUR

Fyrst velur þú fjölda lína sem þú vilt spila. Fjöldi lína er mismunandi eftir leikjum.

LAGT UNDIR Á LÍNU

Eftir að hafa valið fjölda lína velur þú fjölda spilaeininga sem þú vilt leggja undir á línu.

Dæmi: Ef þú velur að leggja 5 spilaeiningar á eina línu, spilar þú fyrir 5 spilaeiningar. Ef þú velur að leggja 5 spilaeiningar á tvær línur, spilar þú fyrir 10 spilaeiningar.

Lagt undir á línu

SPILUN OG VINNINGAR

Þegar þú hefur valið fjölda lína og fjölda spilaeininga á línu, getur þú byrjað að spila. Þú spilar með því að ýta á „Spin“ eða „Start“ takkana.

Ef það er ákveðinn fjöldi af sama tákni á vinningslínu, vinnur þú spilaeiningar.

Þú getur séð fjölda þeirra tákna sem þú þarft til að vinna með því að ýta á „See Pays“ eða „Game Menu“ takkana.

BÓNUSLEIKIR OG GULLPOTTUR

Margir leikir hafa sérstaka bónusleiki. Í bónusleik getur þú unnið „fría leiki“ og „margfaldara“ sem geta gefið stóra vinninga.

Í spilavélum, merktum Gullnáman, getur þú unnið Gullpottinn sem stundum hefur farið yfir 15 milljónir króna. Starfsfólk okkar getur bent á hvaða spilavélar geta gefið Gullpottinn.

Bónusleikur

ÞEGAR HÆTT ER AÐ SPILA

Ef þú vilt hætta að spila þá ýtir þú á „Cash Out“ eða „Borga út“ takkann. Þá prentast út vinningsmiði sem þú getur notað til að spila í annarri spilavél. Þú getur líka skipt vinningsmiðanum í peninga í afgreiðslu spilastaðarins.

Ef einstaka vinningur er hærri en 50.000 krónur þarf starfsmaður að afhenda þér vinningsmiðann. Spilavélarnar prenta sjálfkrafa út alla vinninga sem fara yfir 100.000 spilaeiningar.

Cash out

AÐ VELJA LEIK

Það er skemmtilegra að spila þegar þú veist hvaða leikur hentar þér og þegar þú veist hvers er að vænta í leikjunum. Leikirnir skiptast í „low, medium og high volatile“, þ.e. leiki með litlar, miðlungs og miklar sveiflur í vinningum.

„Low volatile“ leikir gefa marga litla vinninga en þú getur samt unnið stórt!

„Medium volatile“ leikir gefa reglulega miðlungsháa vinninga en þú getur samt unnið stórt!

„High volatile“ leikir gefa fáa en STÓRA vinninga!

Í upplýsingaglugga á spilavélunum er hægt skoða „volatility“ fyrir leikina.

Volatility

VINNINGSLÍKUR

Games and odds

ANNAÐ

Vélarbilun ógildir leik og útborgun.

Ef það er inneign í spilavél, ráðleggjum við að önnur spilavél sé valin til spilunar. Inneignin gæti verið í eigu annars viðskiptavinar.

Hefur þú spurningar? Hafðu samband við starfsmann.

×
Smelltu hér til að opna TeamViewer
Smelltu hér til að opna TeamViewer