Vann ég?
Undir skafflötunum á Happaþrennunum er svokallaður QR kóði. Kaupendur geta með einföldum hætti staðfest sjálfir með snjallsíma eða spjaldtölvu hvort það sé vinningur á Happaþrennunni þeirra eða ekki.
- Opnaðu myndavélina á símanum
- beindu myndavélinni að QR kóðanum
- Vefsíða opnast
- Upphæð vinnings birtist á skjánum eða tilkynning um að það sé ekki vinningur á miðanum.
Athugið að það þarf alltaf að framvísa upprunalegu Happaþrennunni til að fá vinning greiddan út á sölustað.