Vann ég?

Öll geta notað app HHÍ sem kallast Happið til að greiða sér sjálft út vinninga.

Happið er ofureinfalt í notkun og mælum við með notkun þess þar sem það tryggir öryggi og skilvirkni.

Það þarf rafræn skilríki til að skrá sig inn í Happið og svo þarf að skrá bankareikning til að geta fengið vinninginn greiddan út.

Skanna þarf QR kóða sem er undir skafreitnum til að staðfesta vinning í Happinu. Hann er svo lagður inn á veskið í appinu.

Hægt er að skanna marga miða í einu, safna vinningum saman í veskinu og greiða þá svo alla inn á bankareikning í einni upphæð.

Þegar búið er að leggja vinning inn á veskið er miðinn ógildur og þá má rífa hann og henda.

Ekki er hægt að fá vinninga greidda út á sölustöðum nema hjá eftirfarandi sölustöðum og umboðum:

 • Aðalumboði HHÍ, Dvergshöfða 2, 110 Reykjavík opið frá 9-15 alla virka daga
 • Videómarkaðnum Hamraborg 20a, 200 Kópavogur opið fram á kvöld og um helgar
 • Happahúsinu í Kringlunni, opið 10-18 mán-lau
 • Íslandspósti Dalvegi, opið 9.30-17 mán-fim og 9.30-16 fös.
 • Íslandspósti Firði, opið 9.30-17 mán-fim og 9.30-16 fös
 • Bergnet í Keflavík, opið 16-18 mán-fim og 13-16 fös
 • Fasteignasölunni Árborgir á Selfossi, opið 9-17 virka daga
 • Fjölumboðinu, Strandgötu á Akureyri, opið 10-17 mán-fös
 • Íslandspósti Akranesi, opið 10-16 mán-fös
 • Íslandspósti Borgarnesi, opið 10-16 mán-fös
 • Íslandspósti Dalvík, opið 10-16 mán-fös
 • Íslandspósti Egilsstöðum, opið 10-16 mán-fös
 • Íslandspósti Húsavík, opið 10-16 mán-fös
 • Íslandspósti Höfn, opið 10-16 mán-fös
 • Íslandspósti Ísafirði, opið 10-16 mán-fös
 • Íslandspósti Patreksfirði, opið 10-16 mán-fös
 • Íslandspósti Siglufirði, opið 10-16 mán-fös
 • Íslandspósti Vestmannaeyjum, opið 9.30-17 mán-fim og 9.30-16 fös

Ef frekari aðstoðar er þörf er hægt að hafa samband við Aðalumboð HHÍ í síma 563-8300. Við erum við símann frá kl. 8-16 alla virka daga.
Sækja Happið

×
Smelltu hér til að opna TeamViewer
Smelltu hér til að opna TeamViewer