Vann ég?

Undir skafflötunum á Happaþrennunum er svokallaður QR kóði. Kaupendur geta með einföldum hætti staðfest sjálfir með snjallsíma eða spjaldtölvu hvort það sé vinningur á Happaþrennunni þeirra eða ekki. Kaupendur gætu þurft að hala niður QR lesara (QR droid eða öðru svipuðu forriti) í símann/spjaldtölvuna til þess að þetta virki en yfirleitt dugar að kveikja bara á myndavélinni. Þegar búið er að kveikja á myndavélinni eða forritinu er símanum/spjaldtölvunni beint að QR kóðanum á miðanum og kóðinn skannast inn í tækið. Þá kemur upp skjámynd sem segir til um hvort það sé vinningur á miðanum eða ekki og ef svo er þá hversu hár hann er.

Athugið að það þarf alltaf að framvísa upprunalegu Happaþrennunni til að fá vinning greiddan út.

×
Smelltu hér til að opna TeamViewer
Smelltu hér til að opna TeamViewer