Siðareglur

Siðareglur vegna markaðsstarfs Happdrættis Háskóla Íslands 

Happdrætti Háskóla Íslands (HHÍ) hefur að leiðarljósi samfélagslega ábyrgð og viðhefur skýrar siðareglur í öllum markaðssamskiptum sínum.

A. ALMENNAR MEGINREGLUR

  1. HHÍ fylgir öllum almennum lögum um neytendavernd (nr. 57/2005, nr. 30/2002, nr. 46/2000 og nr. 80/1994). Einnig tekur HHÍ mið af siðareglum Sambands Íslenskra Auglýsingastofa og Barnasáttmála SÞ í markaðsstarfi sínu. Þá hefur HHÍ undirgengist að virða leiðbeinandi reglur varðandi markaðssókn til barna, sem unnar hafa verið í samstarfi Talsmanns neytenda, Umboðsmanns barna og ýmissa hagsmunaðila.
  2. Samfélagsleg ábyrgð er rauður þráður í öllu markaðsstarfi HHÍ. Þetta felur til dæmis í sér að HHÍ virðir persónuréttindi neytenda (consumer‘s individual rights) og forðast að varpa ljóma á óhóflega spilun eða stuðla að slíku í auglýsingum.
  3. HHÍ mun ekki misnota það traust sem neytendur kunna að bera til happdrættisins í auglýsingum sínum, né reyna að hagnast á reynslu- eða þekkingarleysi þeirra.
  4. Auglýsingar HHÍ munu ekki stuðla að nokkurs konar mismunun á neytendum sem byggir á kynflokki, þjóðerni, trúarbrögðum, kyni eða aldri, né munu þær særa almenna blygðunarkennd.  HHÍ mun ekki líða ofbeldi eða hvetja til ólöglegrar háttsemi í auglýsingum sínum.
  5. Auglýsingar HHÍ munu ekki gefa villandi upplýsingar um vinningslíkur í leikjum sínum.
  6. HHÍ mun ekki hvetja neytendur til spilunar sem gæti sett fjárhag þeirra í uppnám eða spillt fjölskyldutengslum.
  7. HHÍ mun ekki gefa í skyn í auglýsingum sínum að þátttaka í spilum sé án áhættu.
  8. Auglýsingar HHÍ munu ekki gefa annað í skyn en niðurstaða leikja sé ávallt tilviljun háð.
  9. HHÍ krefst þess að samstarfsaðilar í markaðsstarfi hagi sér á siðferðilega ábyrgan hátt. Auglýsingastofur og aðrir þjónustuaðilar sem koma að markaðsmálum HHÍ skulu gæta þess í hvívetna að aðgerðir þeirra séu í samræmi við lög og siðareglur HHÍ.
  10. HHÍ mun ekki beina markaðsaðgerðum sínum að hópum sem eru viðkvæmir sökum aldurs, samfélagsstöðu eða annarrar sérstöðu. Lögð er sérstök áhersla á börn yngri en 18 ára í þessu samhengi.
  11. HHÍ mun ekki safna, geyma eða nota persónuupplýsingar viðskiptavina með þeim hætti að það gangi gegn hagsmunum þeirra eða lögum um meðferð persónuupplýsinga.

B. BEIN MARKAÐSSÓKN OG SÖLUKYNNINGAR

12. HHÍ mun sýna samfélagslega ábyrgð í beinni markaðssókn sinni, hvort sem um
markpóstsendingar eða beina sölu er að ræða.

13. HHÍ mun ekki viðhafa villandi kynningar eða sölustarfsemi. Bæklingar og annað
kynningarefni  sem notað er á sölustöðum, á kynningum og/eða sýningum innihalda
réttar og viðeigandi upplýsingar um þá leiki sem HHÍ býður.

14. Sölukynningar HHÍ og skyld starfsemi skal vera sanngjörn gagnvart viðskiptavinum
sem og öðrum hagsmunaaðilum.

15. Allar sölukynningar skulu fara fram í anda heiðarlegrar spilamennsku (e. fair play).

16. HHÍ fer fram á það við söluaðila, sölufólk og umboðsmenn að þeir hagi sér með þeim
hætti að það rýri ekki traust á HHÍ.

17. HHÍ er meðvitað um að viðtakendur tölvumarkpósts fyrirtækisins eru ólíkir innbyrðis
og kunna að upplifa innihald markpóstsins með neikvæðum hætti vegna ólíks aldurs
eða annars bakgrunns.

18. HHÍ mun ekki senda markpóst eða fréttabréf á þá sem hafa afþakkað slíkt, t.d. með
bannmerkingu í þjóðskrá. Ef viðskiptavinur afþakkar markpóstasendingar, virðir HHÍ
óskir hans.

19. HHÍ mun ekki afhenda þriðja aðila persónuupplýsingar um viðskiptavini sína, án
samþykkis viðkomandi eða lagaskuldbindinga.

20. HHÍ mun sjá til þess að öryggi vefumhverfis síns sé traust og áreiðanlegt.

D. SAMSTARFSVERKEFNI

21. Samstarfsverkefni á sviði markaðsmála skulu vera í samræmi við lög og góða venju.
Þau skulu ávallt taka mið af samfélagslegri ábyrgð og almennum meginreglum um
sanngjarna spilamennsku og heiðarleika.

22. Samstarfsverkefni skulu ávallt byggja á gagnkvæmum skyldum sem allir aðilar að
verkefninu hafa undirgengist.

23. Þegar kemur að vali samstarfsaðila gætir HHÍ þess vandlega að kanna fagleg heilindi
viðkomandi. Markmiðið er hins vegar ekki að ritskoða skoðanir samstarfsaðilans eða
hvetja til eða krefjast þess að hann breyti skoðunum sínum á viðkvæmum málefnum.

24. HHÍ mun ekki eiga nokkurt samstarf við fyrirtæki sem veita smálán eða skyndilán.

E. SAMFÉLAGSMIÐLAR

25. Markmið HHÍ með því að vera á samfélagsmiðlum er að miðla upplýsingum, auka
sýnileika og byggja upp vörumerki Happdrættisins. Þar er verið að vísa í
flokkahappdrætti og Happaþrennu.

26. Þeir miðlar sem HHÍ hefur valið eru Facebook síður, Instagram, Google og Youtube
vegna þess að þar er talið að markhópurinn sé sterkastur.

27. HHÍ birtir reglulega auglýsingar vegna útdrátta og þeirra vinninga sem fram undan
eru. Einnig eru leikir sem fólk getur tekið þátt í og skrifað ummæli um. Lögð er
áhersla á að skemmtanagildi sé til staðar og að jákvæð ímynd skapist í kringum HHÍ.
Lögð er áhersla á að efnið sem sett er á samfélagsmiðsla sé réttmætanlegt,
upplýsandi og gefi ekki röng skilaboð. Forðast er að höfða til yngra fólks en 18 ára.

28. Réttum upplýsingum er miðlað er varðar vinningshlutföll og ekki eru gefin fölsk
skilaboð um vinninga.

29. HHÍ hefur ávallt í huga háttvísi og góða orðræðu í svörum til notenda óháð
skoðunum þeirra eða bakgrunni.

30. Persónuupplýsingar eru verndaðar og fylgt er persónuverndarlögum í hvívetna

Í samræmi við 8.lið að ofan staðfestir viðkomandi fyrir hönd Happdrættis Háskóla Íslands og lýsir því yfir að hafa reglurnar í heiðri í hvívetna í störfum fyrir HHÍ.

Reykjavík, 25. ágúst 2023.

Bryndís Hrafnkelsdóttir, forstjóri Happdrættis Háskóla Íslands

×
Smelltu hér til að opna TeamViewer
Smelltu hér til að opna TeamViewer