Leikirnir

Í hverjum mánuði höldum við Stóra daginn hátíðlegan, sem er útdráttardagurinn okkar. Hann fer fram í kringum 10. dag hvers mánaðar og þá drögum við í þremur útdráttur eða leikjum; Aðalútdrætti, Milljónaveltu og Milljón á mann.

Í Milljónaveltunni drögum við út 10 milljóna vinning sem hækkar um aðrar 10 milljónir í næsta mánuði ef hann gengur ekki út. Hæstur getur vinningur í Milljónaveltunni því orðið 120 milljónir í desember.

Þegar dregin er út vinningstala í Milljónaveltunni er dregið númer og bókstafur að auki.

Bókstafirnir gefa miðanum mismikið vægi. Einfaldir miðar eru einkenndir með bókstöfunum E, F, G og H en trompmiðar, sem eru fimmfaldir, eru einkenndir með bókstafnum B.

Trompmiði gefur fimmfalt meiri líkur á vinningi í Milljónaveltunni en einfaldur miði.

Í Milljón á mann fá 5 heppnir vinningshafar eina milljón króna.

Aðeins er dregið úr seldum miðum.

Þegar dregnar eru út vinningstölur í Milljón á mann eru dregin númer og bókstafir að auki.

Bókstafirnir gefa miðanum mismikið vægi. Einfaldir miðar eru einkenndir með bókstöfunum E, F, G og H en trompmiðar, sem eru fimmfaldir, eru einkenndir með bókstafnum B.

Trompmiði gefur fimmfalt meiri líkur á vinningi í Milljón á mann en einfaldur miði.

Í Aðalútdrætti vinna um 3000 manns í hverjum útdrætti.

Þegar dregnar eru út vinningstölur í Aðalútdrætti er fyrst dregin út sú tala sem hlýtur hæsta vinning en því næst lægri vinningar. Í Aðalútdrætti er dregið út vinningsnúmer og allir þeir sem eiga miða í því númeri hljóta vinning.

Miðar í hverju númeri eru einkenndir með bókstaf. Bókstafir gefa miðanum mismikið vægi. Einfaldir miðar eru einkenndir með bókstöfunum E, F, G og H en trompmiðar, sem eru fimmfaldir, eru einkenndir með bókstafnum B.

Trompmiði gefur fimmfalt hærri vinning í Aðalútdrætti en einfaldur miði.

Mest er hægt að eiga 9 faldan miða ef einhver á alla einföldu miðana í númerinu og trompmiðann að auki. Í því tilviki fær miðaeigandinn 9 falda upphæð sem kom á miðann.

Næsti útdráttur
Tryggðu þér miða
Allir útdrættir framundan
×
Smelltu hér til að opna TeamViewer
Smelltu hér til að opna TeamViewer