Skilmálar

Skilmálar

Þegar þú staðfestir miðakaup verður miðinn í gildi frá og með næsta útdrætti og öllum útdráttum þaðan í frá á meðan áskriftinni er ekki sagt upp skriflega af þinni hálfu og greiðsla berst til HHÍ fyrir viðkomandi útdrátt. Athugið að kaupin eru ekki frágengin fyrr en þú hefur ýtt á "Staðfesta kaup" hnappinn.

Greiðslur með greiðslukorti

Við kaup á miða/miðum í gegnum vef Happdrættis Háskóla Íslands ertu að greiða fyrir 1 mánuð og verða því 1.600 kr . skuldfærðar af korti þínu við staðfestingu á miðakaupum. Sjálfvirk skuldfærsla fer fram morguninn eftir hvern útdrátt (11.-14. hvers mánaðar) fyrir endurnýjun næsta mánaðar á eftir. Í einhverjum tilvikum kann að vera skuldfært fyrir fyrstu tvo mánuði áskriftar í fyrsta skipti, eftir því hvenær innan mánaðar áskrift er hafin. Athygli er vakin á því að það er ávallt á ábyrgð miðaeiganda að tryggja að greiðsla berist fyrir endurnýjun miða í hvert sinn. Ef skuldfærsla mistekst fyrir einum útdrætti þá jafngildir það ekki uppsögn. Tilraun til skuldfærslu er send inn fyrir næstu þremur útdráttum á eftir. Ef skuldfærsla tekst ekki 4 mánuði í röð er litið svo á að áskrift hafi verið hætt.

Uppsögn

Mánaðar uppsagnarfrestur er á áskrift. Gengið er frá uppsögn áskriftar með því að skrá sig inn á Mínar síður og ganga frá uppsögn þar. Einnig er hægt að segja upp áskrift skriflega á sölustöðum HHÍ.

Ófjárráða miðaeigendur

Þegar einstaklingur undir 18 ára aldri hlýtur vinning sem er hærri en kr. 500.000 getur happdrættið ekki gengið frá útborgun vinnings á sama hátt og venjulega. Lög mæla svo fyrir að þá skuli happdrættið tilkynna sýslumanni þar sem viðkomandi á lögheimili um vinninginn og fjárhaldsmaður viðkomandi (foreldrar) geyma peningana á viðurkenndum reikningi með öruggri ávöxtun. Fjárhaldsmaður þarf síðan einu sinni á ári að gefa sýslumanni skýrslu um stöðu sjóðsins. Fjárhaldsmanni er óheimilt að ráðstafa peningunum á neinn hátt nema með samþykki viðkomandi sýslumanns. Ef þú hefur einhverjar spurningar varðandi greiðsluskilmálana, vinsamlegast hafðu samband við afgreiðslu Happdrættis Háskóla Íslands í síma 563-8300.

×
Smelltu hér til að opna TeamViewer
Smelltu hér til að opna TeamViewer