Skilmálar

Skilmálar vefverslunar vegna Happaþrennu HHÍ

VÖRUVERÐ & SENDINGAR

Öll vöruverð eru birt með fyrirvara um prentvillur og áskilum við okkur rétt til að hætta við viðskipti hafi rangt verð verið gefið upp. Vörur Happaþrennunnar eru undanskildar virðisaukaskatti og eru verðin gefin upp í íslenskum krónum, ISK.

Sendingagjald bætist við verð ef sá valkostur er valinn. Hægt er að fá sent í póstbox, á pósthús eða heim að dyrum. Pantanir eru sendar með Íslandspósti og gilda afhendingar-, ábyrgðar og flutningsskilmálar Íslandspósts um afhendingu vörunnar. Afhendingatími er 3-5 virkir dagar. Viðskiptavinur ber sjálfur ábyrgð á að gefa upp rétt heimilisfang eða að vera með rétt merkta póstkassa eða póstlúgur. Ef vara er ekki til á lager munum við hafa samband og tilkynna um áætlaðan afhendingartíma eða endurgreiða vöruna.

Hægt er að sækja allar pantanir í Aðalumboð HHÍ að Dvergshöfða 2, 110 Reykjavík og munum við senda staðfestingu í tölvupósti þegar pöntun er tilbúin til afhendingar.

SKIL & ENDURGREIÐSLUR

Ekki er hægt að skila Happaþrennum.

ALDURSTAKMÖRK

Börn yngri en 18 ára mega ekki versla Happaþrennur.

ÞJÓNUSTA & GÆÐI

Okkur er það efst í huga að viðskiptavinir okkar fái góða þjónustu, góðar vörur og séu ánægðir. Beinið öllum fyrirspurnum varðandi vefverslun að [email protected].

GREIÐSLULEIÐIR

Hægt er að greiða fyrir vörur í vefversluninni með debet- og kreditkorti. Þegar búið er að greiða fær viðskiptavinur sendan tölvupóst þar sem upplýsingar um vörukaup og greiðslu koma fram ásamt pöntunarnúmeri. Kortafærslur fara í gegnum örugga greiðslusíðu Valitor.

PERSÓNUVERND

Happdrætti Háskóla Íslands ber ábyrgð á öllum þeim persónulegu upplýsingum sem berast fyrirtækinu frá viðskiptavinum í gegnum heimsóknir og pantanir og er það okkar að tryggja öryggi þeirra upplýsinga. Þær persónulegu upplýsingar sem berast verða eingöngu notaðar til þess að tryggja afhendingu á vörum, hafa beint samband við viðskiptavini, og til að taka á móti greiðslum.

Þessar upplýsingar verða eingögu aðgengilegar Happdrætti Háskóla Íslands og Valitor. Aldrei munu upplýsingar viðskiptavina okkar fara í gegnum þriðja aðila. Viðskiptavinir hafa lagalegan rétt til þess að óska eftir skoðun á þeim gögnum sem til eru og einnig að óska eftir breytingum á þeim gögnum.

LÖG OG VARNARÞING

Samningur þessi er í samræmi við íslensk lög. Rísi mál vegna hans skal það rekið fyrir íslenskum dómstóli.

Dags 20.11.2020

×
Smelltu hér til að opna TeamViewer
Smelltu hér til að opna TeamViewer