Hjálp!

Við skulum reyna að útskýra fyrir þér hvernig þetta virkar nú allt saman =)

Þú kaupir miða með því að fara inn á forsíðu HHÍ þ.e "Happdrættismiðar". Þar geturðu skoðað hvaða miðanúmer eru laus og leitað eftir því sem þér lýst vel á. Þegar óskanúmerið er fundið þá einfaldlega smellir þú á það og velur bókstaf við hæfi. Við það flyst miði í kaupkörfu og með því að smella á "Áfram" hnappinn í kaupkörfunni getur þú lokið við kaup á miðanum. Það er gert með því að skrá sig inn á Mínar síður og ganga frá greiðslu þar.

Til þess að kaupa miða eða skoða þín mál hjá Happdrættinu þá þarftu að skrá þig inn á Mínar síður. Það er einfalt að skrá sig inn og eru tvær leiðir í boði. Í fyrsta lagi geturðu notað rafræn skilríki en einnig geturðu búið til aðgang með því að nota kennitöluna þína og færð þá lykilorð sent í netbankann þinn. Með því að nota þær upplýsingar sem þú finnur í netbankanum geturðu virkað aðganginn þinn að Mínum síðum og valið þér lykilorð.

Með því að smella á hlekkinn "Innskráning" sem er niðri í vinstra horni síðunnar, geturðu skráð þig inn á Mínar síður.

Ef þú vilt taka miða úr skuldfærslu þá skráir þú þig inn á Mínar síður og tekur miðann úr skuldfærslu með því að smella á viðkomandi miða. Í kjölfarið geturðu smellt á "Segja upp miða" til að staðfesta uppsögn.