Hjálp!

Við skulum reyna að útskýra fyrir þér hvernig þetta virkar nú allt saman =)

Verð á einföldum miða er 2.000kr.

Trompmiði, sem hefur fimmfalt vægi, kostar 10.000kr.

Allir miðar sem keyptir eru á heimasíðunni eru skuldfærðir sjálfvirkt mánaðarlega.

Þú kaupir miða með því að fara inn á forsíðu HHÍ þ.e "Happdrættismiðar". Þar geturðu skoðað hvaða miðanúmer eru laus og leitað eftir því sem þér líst vel á. Þegar óskanúmerið er fundið þá einfaldlega smellir þú á það og velur bókstaf við hæfi. Við það flyst miði í kaupkörfu og með því að smella á "Áfram" hnappinn í kaupkörfunni getur þú lokið við kaup á miðanum. Það er gert með því að skrá sig inn á Mínar síður og ganga frá greiðslu þar.

Allir miðar eru skráðir í sjálfvirka skuldfærslu og taka þarf miða úr skuldfærslu með mánaðar fyrirvara.

Til þess að kaupa miða eða skoða þín mál hjá Happdrættinu þá þarftu að skrá þig inn á Mínar síður. Það gerir þú með því að nota rafræn skilríki. Einnig er hægt að nota Auðkennisappið en nánari upplýsingar um það er að finna inn á www.audkenni.is.

Með því að smella á hlekkinn "Mínar síður" sem er uppi í hægra horni síðunnar, geturðu skráð þig inn.

Ef þú vilt taka miða úr sjálfvirkri skuldfærslu þá skráir þú þig inn á Mínar síður og eru þá tvær leiðir í boði.

(1) Taka miða úr skuldfærslu - miði verður ekki skuldfærður aftur en þú átt rétt til miðanúmersins næstu 4 útdrætti á eftir en ef miðinn hefur ekki verið endurnýjaður á því tímabili þá er hann settur aftur í sölu.

(2) Segja upp miða - miði verður ekki skuldfærður aftur og þú hættir með miðann sem er settur aftur í sölu í kjölfarið.

Uppsagnarfrestur á miða er 1 mánuður. Því þarf að segja miða upp eigi síðar en á útdráttardegi fyrir næsta mánuð á eftir.

Þegar valið er happdrættisnúmer þá fylgir líka að það þarf að velja bókstaf.

Bókstafirnir eru E, F, G, H og B.

Þeir hafa mismunandi gildi í útdráttum og kosta mismikið.

-E, F, G og H eru einfaldir miðar og hafa því allir sama vægi og kosta allir það sama.

-B er tákn trompmiða. Trompmiðar eru fimmfaldir og kosta því fimm sinnum meira en einfaldur miði.

Trompmiðar hafa mismunandi vægi í útdráttunum hjá okkur.

Sá sem á B miða í Aðalútdrætti fær fimmfalda vinningsupphæð í sinn hlut. Í Milljón á mann hefur B miði fimmfalt vægi á við einfaldan miða. Það þýðir að númerið er fimm sinnum í pottinum en vinningsupphæðin sem kemur á miðann er sú sama á einfaldan miða og trompmiða. Hið sama gildir um Milljónaveltuna en þar er B miðinn einnig fimm sinnum í pottinum og því fimm sinnum líklegri en einfaldur miði til að hljóta vinning.

Þeir sem eru svo heppnir að fá vinning í útdráttum fá vinninginn greiddan inn á bankareikning í sínu nafni 3-5 virkum dögum eftir útdrátt.

Fyrir þá sem vilja kynna sér vinningslíkur í happdrættinu þá má skoða eftirfarandi skjal

Vinningaskrá 2024

×
Smelltu hér til að opna TeamViewer
Smelltu hér til að opna TeamViewer