Reglur

Gullnáman hefur sett sér, spilastöðunum og viðskiptavinum sínum nokkrar grundvallarreglur um spilun og það sem henni tengist. Við hvetjum alla til að kynna sér örfáar grundvallarreglur um þátttöku, greiðslu vinninga og neytendavernd.

Þátttakendur

Aldurstakmark í leikjum spilavélanna er 18 ár. Að auki hafa rekstraraðilar veitinga- og spilastaða þar sem spilavélar Gullnámu eru staðsettar oft sett 20 ára aldurstakmark inn á staðina.

Útborgun vinninga

Allar spilavélar Gullnámu eru búnar svokölluðu EZpay miðakerfi. Allar inneignir og vinningar eru greiddir úr vélunum með miðum. Einnig er miðakerfið búið svokölluðu TITO (Ticket In Ticket Out) sem virkar þannig að alla miða undir 100.000 krónur, nema vinningspotta yfir 50.000 krónur, er hægt að setja aftur í hvaða vél sem er á hvaða spilastað sem er. Gildistími miða er eitt ár. 18 ára og eldri geta fengið miða greidda með framvísun persónuskilríkja í afgreiðslu spilastaða Gullnámu, í Happinu (smáforriti HHÍ) eða hjá gjaldkera Happdrættis Háskóla Íslands með millifærslu. Gullpottar greiðast hjá gjaldkera Happdrættis Háskóla Íslands.

Gullnáman tekur ekki ábyrgð á týndum, afrituðum eða stolnum miðum. Eigendur miða eru ábyrgir fyrir að sannreyna miðaupplýsingar og tilkynna um villur. Miðar eru ógildir ef þeir eru ólesanlegir, falsaðir eða þeim hefur verið breytt. Einnig ógilda vélabilanir og villur rétt til vinninga. Ef miði fæst ekki staðfestur í tölvukerfi þá áskilur Gullnáman sér rétt til að fresta einhliða greiðslu vinnings þar til skýring er fengin.

Gullnáman áskilur sér rétt til endurgreiðslu tvígreiddra eða ofgreiddra vinninga. Þess má geta að vinningsmiða skal leysa innan gildistíma, að öðrum kosti verður vinningur eign HHÍ.

Til þess að fá vinningsmiða greidda þarf vinningshafi að framvísa persónuskilríkjum og vera 18 ára eða eldri.

Allir vinningar í Happdrætti Háskóla Íslands eru skattfrjálsir.

Neytendavernd

Happdrættisvélar Gullnámunnar eru einungis staðsettar þar sem börn og unglingar hafa ekki aðgengi. Þess vegna eru engar vélar frá Gullnámunni staðsettar í verslunum, söluturnum eða öðrum svæðum þar sem gera má ráð fyrir að börn og unglingar gangi um. Þeir aðilar sem gert hafa samninga við HHÍ um rekstur slíkra véla eiga það sameiginlegt að reka staði þar sem aldurstakmörk eru að lágmarki 18 ár, en iðulega 20 ár.

Gullnáman notar einungis happdrættisvélar og leiki frá viðurkenndum framleiðendum þar sem tryggt er að tilviljun ráði niðurstöðu leiks. Til að tryggja öryggi og hagsmuni notenda er einungis notaður búnaður sem staðist hefur úttekt hjá viðurkenndum óháðum úttektaraðilum. Búnaðurinn sem Gullnáman notar s.s. hugbúnaður og leikir stenst ávallt úttekt sérfræðinga áður en hann er tekinn í notkun. Um úttektirnar sér virt bandarískt fyrirtæki, Gaming Laboratories International Inc. Þetta fyrirtæki sérhæfir sig í úttektum á hug- og vélbúnaði til nota í happdrættisrekstri og er óháð framleiðendum og viðurkennt af íslenskum yfirvöldum.

×
Smelltu hér til að opna TeamViewer
Smelltu hér til að opna TeamViewer